Innlent

Mikið um ölvun og pústra í borginni í nótt

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt. Fjölmenni var í miðbær Reykjavíkur og mikið um ölvun og pústra.

Átta minniháttar líkamsárásir komu á borð lögreglunnar og þá voru átta teknir fyrir brot á lögreglusamþykkt. Fjórir voru teknir fyrir ölvun við akstur en alls fengu sjö að gista fangageymslur.

Í heild sinnti lögreglan 117 útköllum frá miðnætti til morguns.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×