Innlent

Land Cruiser bifreið velti við Víkurveg

Land Cruiser bifreið fór tvær veltur á Vesturlandsvegi við Víkurveg upp úr klukkan fjögur í dag. Að sögn lögreglunnar voru sjö stúlkur, á leið úr sumarbústaðarferð, í bílnum. Allar sluppu þær ómeiddar. Ökumaður er ekki grunaður um ölvun við akstur að sögn lögreglu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×