Innlent

Fundarlaun í boði eftir innbrot í bíl

Brotist var inn í dökkgrænan Ford Fiesta við Austurbæjarskólann í nótt og þaðan stolið töskum með tölvugögnum. Eigandi bílisins heitir fundarlaunum ef gögnunum verður skilað aftur.

Eigandinn, Augustin að nafni, hefur verið í MBA námi undanfarin tvö ár. Umrædd tölvugögn eru hluti af námsefni hans og þarf hann nauðsynlega að fá þau í hendurnar aftur.

Þeir sem geta komið gögnunum í hendur hans aftur er bent á að hringja í síma 844-7995.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×