Innlent

Sækir um pláss fyrir tívolí á Skarfabakkanum

Jörundur Guðmundsson mun flytja inn sitt árlega tívolí í næsta mánuði og hann hefur sótt um pláss fyrir það á Skarfabakkanum í Reykljavíkurhöfn.

Jörundur segir að staðsetning á tívolíinu úí Reykjavík sé ekki enn endanlega ákveðin en Skarfabakki er einn af þeim stöðum sem koma til greina.

Sjálft tívolíið leggur úr höfn með skipi frá Bretlandi á morgun, mánudag. Það kemur fram Taylor Fun Fare sem er í eigu Taylor fjölskyldunnar.

Tívolíið verður fyrst sett upp á Völlunum í Hafnarfirði þann 9. júlí. Síðan varður það flutt til Reykjavíkur, þá til Akureyrar og að lokum verður það sett upp á Ljósanótt í Reykjanesbæ.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×