Innlent

Gífurlegur umferðarþungi á Suðurlandsvegi síðdegis

Gífurlegur umferðarþungi er nú á Suðurlandsvegi í átt til borgarinnar og má segja að bíll sé við bíl allt frá Rauðavatni og langt austur fyrir Selfoss.

Að sögn lögreglunnar á Selfossi er þessi mikla umferð orðin algeng á hverjum sunnudegi yfir sumartímann einkum ef vel viðrar. Þúsundir manna dvelja í sumarbústöðum í héruðunum í kringum Selfoss um hverja helgi og flestir þeirra hugsa til heimferðar um svipað leyti á sunnudeginum.

Lögreglan segir að þrátt fyrir mikla umferð hafi engin óhöpp komið upp á Suðurlandsveginum í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×