Innlent

Breytingum á unglingasmiðjum frestað

Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi VG.
Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi VG.

Fyrirhuguðum breytingum á starfsemi unglingasmiðjanna Traðar í Keilufelli og Stígus á Amtmannstíg sem ráðgert var að tækju gildi um áramótin verður frestað verði frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar sem lagt var fram í dag samþykkt. Samkvæmt frumvarpinu verður starfsemi þeirra endurskoðuð en hún mun haldast óbreytt á fyrri hluta næsta árs.

Á fundi velferðarsviðs Reykjavíkurborgar nýverið voru lagður til verulegur breytingar og sparnaður í unglingasmiðjum. Fulltrúar minnihlutans töldu að tillögurnar myndu leiða til þess að þeir unglingar, sem á hverjum tíma hafa haft þörf fyrir og fengið þjónustu í unglingasmiðjunum, myndu ekki fá þjónustu við hæfi.

Vilja endurskoðun byggða á kjörorðunum ,,ekkert um okkur án okkar"

Að mati Þorleifs Gunnlaugssonar, borgarfulltrúa Vinstri grænna, er ánægjulegt að fyrirhugaðar breytingar skuli ekki koma til framkvæmda um áramót eins og meirihluti velferðarráðs hafði ákveðið og að jafnframt verði aukið fjármagn lagt til úrræðisins.

Þorleifur segir að borgarstjórnarflokkur VG voni að í þeirri endurskoðun sem fram mun fara verði haft fullt samráð við notendur, aðstandendur og starfsfólk í anda kjörorðsins ,,ekkert um okkur án okkar."






Tengdar fréttir

Útsvar og fasteignaskattar ekki hækkaðir í Reykjavík

Frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2009 var lagt fram í borgarstjórn Reykjavíkur í dag. Frumvarpið gerir ráð fyrir að álagningarhlutföll útsvars, fasteignaskatta, lóðarleigu og holræsagjalds verði ekki hækkuð. Hagrætt verður í stjórnsýslu borgarinnar og laun borgarfulltrúa og æðstu stjórnenda lækka um 10%. Afgreiðsla fjárhagsáætlunar fer fram á nýju ári.

Sparnaðartillögur hugsanlega óraunhæfar

Borgarstjórnarflokkur Samfylkingarinnar telur fyllstu ástæðu vera til að hafa allan fyrirvara á raunhæfni niðurskurðartillagana Hönnu Birnu Kristjándóttur, borgarstjórara, án þess að svíkja þverpólitísk leiðarljós borgarstjórnar um að standa vörð um grunnþjónustuna og koma í veg fyrir uppsagnir og gjaldskrárhækkanir.

Vilja hærra útsvar í Reykjavík

Borgarstjórnarflokkur Vinstri grænna vill dreifa álagi og hækka útsvar í Reykjavík. Hámarksútsvar hefur verið 13,03% en Alþingi samþykkti á dögunum að heimila sveitarfélögum að hækka útsvar í 13,28%. Reyjavíkurborg hefur nýtt sér hámarksútsvar undanfarin ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×