Eldur kom upp hjá óheppnustu hljómsveit Íslands Andri Ólafsson skrifar 28. mars 2008 12:53 Slökkviliðið var kallað í Versló til að slökkva eldinn í Gyltunni. Mynd: Arnar Freyr Magnússon Eldur braust út í hljómsveitarrútu hljómsveitarinnar Dalton í morgun. Þegar eldurinn kom upp stóð rútan fyrir utan Verslunarskóla Íslands en þar inni var hljómsveitin að skemmta í morgun. Slökkviliðið kom á vettvang og náði stjórn á eldinum og forðaði því að mikill skaði yrði að völdum hans. „Já, það kviknaði í Gyltunni í morgun,“ segir Böðvar Rafn Reynisson söngvari Dalton og útskýrir að Gyltan sé nafn rútunar. Hann segir að eldurinn hafi komið upp í miðstöðinni og að því verði kippt í liðinn hið fyrsta. Gyltan verði jafnvel klár fyrir böll á Selfossi og í Keflavík um næstu helgi. Það virðist ekki eiga af þeim Dalton-bræðrum að ganga því Böðvar söngvari er rétt nýbúinn að jafna sig á stórhættulegri árás sem hann varð fyrir um helgina. Eins og Vísir hefur greint frá var Böðvar sleginn með glerglasi eða flösku með þeim afleiðingum að hann missti tvo lítra af blóði og þurfti fimmtíu spor. Árásin var gerð á Höfn í Hornafirði og farið var með Böðvar í bæinn með sjúkraflugi. Böðvar ritaði hins vegar nafn sitt í rokksögubækurnar þegar hann útskrifaði sig af spítalanum daginn eftir og flaug austur á Neskaupsstað til þess að taka tónleika með hljómsveitinni. Sannarlega mikið rokk í því. Og ekki er minna rokk í því þegar það kviknar í hljómsveitarrútunni í miðju sjói. Böðvar söngvari jánkar því. Hann tekur það hins vegar fram að þrátt fyrir þessi áföll séu Dalton alls ekki af baki dottnir því þeir ætla að troða upp á Hressó ekki seinna en í kvöld. En verður manni óhætt að mæta. Svona miðað við það sem gengið hefur á undanfarið? "Jájá, bara taka með sér plastglös," segir Böðvar Rafn Reynisson rokkari. Mest lesið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning Fleiri fréttir Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Sjá meira
Eldur braust út í hljómsveitarrútu hljómsveitarinnar Dalton í morgun. Þegar eldurinn kom upp stóð rútan fyrir utan Verslunarskóla Íslands en þar inni var hljómsveitin að skemmta í morgun. Slökkviliðið kom á vettvang og náði stjórn á eldinum og forðaði því að mikill skaði yrði að völdum hans. „Já, það kviknaði í Gyltunni í morgun,“ segir Böðvar Rafn Reynisson söngvari Dalton og útskýrir að Gyltan sé nafn rútunar. Hann segir að eldurinn hafi komið upp í miðstöðinni og að því verði kippt í liðinn hið fyrsta. Gyltan verði jafnvel klár fyrir böll á Selfossi og í Keflavík um næstu helgi. Það virðist ekki eiga af þeim Dalton-bræðrum að ganga því Böðvar söngvari er rétt nýbúinn að jafna sig á stórhættulegri árás sem hann varð fyrir um helgina. Eins og Vísir hefur greint frá var Böðvar sleginn með glerglasi eða flösku með þeim afleiðingum að hann missti tvo lítra af blóði og þurfti fimmtíu spor. Árásin var gerð á Höfn í Hornafirði og farið var með Böðvar í bæinn með sjúkraflugi. Böðvar ritaði hins vegar nafn sitt í rokksögubækurnar þegar hann útskrifaði sig af spítalanum daginn eftir og flaug austur á Neskaupsstað til þess að taka tónleika með hljómsveitinni. Sannarlega mikið rokk í því. Og ekki er minna rokk í því þegar það kviknar í hljómsveitarrútunni í miðju sjói. Böðvar söngvari jánkar því. Hann tekur það hins vegar fram að þrátt fyrir þessi áföll séu Dalton alls ekki af baki dottnir því þeir ætla að troða upp á Hressó ekki seinna en í kvöld. En verður manni óhætt að mæta. Svona miðað við það sem gengið hefur á undanfarið? "Jájá, bara taka með sér plastglös," segir Böðvar Rafn Reynisson rokkari.
Mest lesið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning Fleiri fréttir Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Sjá meira