Innlent

Istorrent málinu vísað frá dómi án niðurstöðu

Svavar Lúthersson.
Svavar Lúthersson.

Istorrent málinu svokallaða var vísað frá í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Samtök rétthafa höfðuðu mál á hendur Svavari Lútherssyni, forsvarsmanni Istorrent síðunnar en þar gátu netverjar hlaðið niður höfundaréttarvörðu efni án endurgjalds. Dómurinn tók ekki afstöðu til málsins heldur vísaði hann því frá á þeim forsendum að hugsanlega geti lög um rafræna þjónustu stangast á við lög um höfundarrétt í málinu.

Lögbann sem sett var á Istorrent síðuna stendur enn þótt málinu hafi verið vísað frá.

„Í stað þess að kveða beint upp um sekt eða sýknu var ákveðið að vísa málinu frá," segir Svavar Lúthersson á heimasíðunni istorrent.is „Kom hann (dómurinn, innsk.blm) mér mjög á óvart og sömuleiðis stefnendum í málinu. Voru stefnendur nokkuð vonsviknir yfir þessari ákvörðun réttarins og er talið líklegt að þeir munu áfrýja frávísuninni til Hæstaréttar."

„Í úrskurðinum er kveðið á um að málið sé talið vanreifað þar sem hvorki stefnendur né stefndu hafi fjallað nánar um þýðingu laganna í þessu máli og er því ekki hlutverk dómstóla að leggja sjálfstætt mat á þýðingu laganna í málinu. Málinu var því vísað af sjálfsdáðum frá dómi. Stefnendur þurfa því að greiða óskipt Istorrent ehf. og Svavari Lútherssyni, 500.000 krónur í málskostnað. Ekki var lagt efnislegt mat að þessu sinni hvort þeim beri að greiða annan skaða sem varð vegna lögbannsins en það verður að öllum líkindum gert síðar," segir Svavar einnig.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.