Viðskipti innlent

Teymi kaupir 51% í HIVE

Stjórn Teymis hefur samþykkt kaup á 51% hlut í IP fjarskiptum ehf. sem veitir fjarskiptaþjónustu undir vörumerkinu HIVE.

Í samningnum felst að dótturfélag Teymis, Ódýra símafélagið ehf. (SKO), mun renna inn í IP fjarskipti. Sameinað félag SKO og Hive mun sækja fram á lággjaldamarkaðinn með heildarlausum í fjarskiptum.

Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Glitnis. Þar segir að erfitt sé að meta áhrif kaupanna á afkomu Teymis þar sem kaupverð er ekki gefið upp en í tilkynningu Teymis til Kauphallarinnar segir að áhrif til lækkunar á handbæru fé séu 250 milljónir kr.

Þá er einnig óvíst hvaða áhrif efling Hive í gegnum sameinað félag hafi á afkomu Teymis.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×