Viðskipti innlent

Laun helstu forstjóra í Kauphöllinni

Laun helstu forstjóra Kauphallarinnar eru allt frá 54 milljónum til 273 milljónum króna á ári.

Innifallið í upphæðunum eru auk launa í sumum tilfellum árangurstengdar greiðslur, ýmis hlunnindi og stundum lífeyristengdar greiðslur.

Alls hafa þessir 15 forstjórar 1,2 milljarða króna í árslaun, en það samsvarar rúmlega 317földum árslaunum manns með meðallaun á Íslandi, samkvæmt launakönnun Hagstofunnar sem birt var síðastliðið sumar.


Tengdar fréttir

Árni Pétur fékk 83 milljónir í árslaun

Árni Pétur Jónsson, forstjóri Teymis, var með 83 milljónir í laun og árangurstengdar greiðslur á síðasta ári eftir því sem fram kemur í ársskýrslu Teymis sem birt var í dag.

Fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Straumi fékk 273 milljónir

Guðmundur Þórðarson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Straums-Burðarás, fékk rúmlega 273 milljónir í laun og hlunnindi á síðasta ári samkvæmt tilkynningu frá félaginu sem send var Kauphöllinni í morgun.

Þórður með 34,7 milljónir í árslaun

Þórður Sverrisson, forstjóri Nýherja, var með 34,7 milljónir í árslaun á síðasta ári eftir því sem fram kemur í ársskýrslu félagsins sem birt var í dag. Það gera rétt tæpar 2,9 milljónir á mánuði.

Lárus fékk 300 milljónir fyrir að gerast Glitnisforstjóri

Lárus Welding, forstjóri Glitnis, fékk 300 milljónir fyrir að taka við starfi forstjóra Glitnis á síðasta ári. Þetta kemur fram í ársskýrslu Glitnis sem birt var í dag. Lárus hætti sem yfirmaður útibús Landsbankans í London og settist í forstjórstól Glitnis í lok apríl í stað Bjarna Ármannssonar.

Bakkavararforstjóri með 130 milljónir í árslaun

Ágúst Guðmundsson, forstjóri Bakkavarar var með rúmlega milljón pund, jafnvirði um 130 milljóna króna, í laun á síðasta ári samkvæmt uppgjöri fyrirtækisins sem birt var í dag.

Hannes segist hafa verið ódýr forstjóri

Hannes Smárason, fráfarandi forstjóri FL Group, segir í viðtali við Morgunblaðið að hann hafi verið ódýr forstjóri miðað við aðra forstjóra í sambærilegum fyrirtækjum. Hann segir laun sín hafa verið helmingi lægri, hann hafi enga bónusa fengið né kauprétti.

Straumsforstjóri með 412 milljónir í árslaun

Friðrik Jóhannsson, fráfarandi forstjóri Straums-Burðaráss, fékk rúmar 412 milljónir í laun frá fyrirtækinu á síðasta ári samkvæmt ársskýrslu bankans sem birt var í morgun. Inni í þeirri tölu eru væntanlega laun, árangurstengdar greiðslur og starfslokasamningur sem Friðrik fékk þegar hann hætti sem forstjóri.

Ari Edwald með 54 milljónir í árstekjur

Ari Edwald, forstjóri 365, fékk rétt rúmar 54 milljónir í laun, árangurstengdar greiðslur og fríðindi á síðasta ári eftir því sem fram kemur í ársskýslu félagsins sem birt var í morgun.

Sigurjón með 13,6 milljónir á mánuði

Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, var með 163,5 milljónir í laun og aðrar tekjur á síðasta ári samkvæmt ársskýrslu Landsbankans sem kom út í dag. Það gera 13,6 milljónir í mánarðarlaun.

Forstjóri Össurar með 64 milljónir í árslaun

Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, var með rétt tæpar 64 milljónir í árslaun á síðasta ári samkvæmt ársskýrslu félagsins 2007 sem kynnt var í morgun. Það gera um 5,2 milljónir í mánaðarlaun fyrir forstjórann sem skilaði 480 milljóna króna hagnaði á árinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×