Innlent

Landspítalinn með áætlun í bakhöndinni

Nú stendur yfir fundur í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins hjá Ríkissáttasemjara en fundurinn hófst klukkan ellefu í morgun. Hjúkrunarfræðingar hafa boðað yfirvinnubann sem tekur gildi á morgun, náist ekki að semja. Anna Stefánsdóttir framkvæmdarstjóri hjúkrunar Landspítalans segir spítalann vera með áætlun í bakhöndinni ef til yfirvinnubannsins kemur.

„Við höldum í vonina á meðan fólk er ennþá að tala saman," segir Anna en þegar niðurstaða fundarins liggur fyrir mun spítalinn kynna áætlun sín vegna yfirvinnubannsins.

„Ef til þessa yfirvinnubanns kemur þá munum við senda frá okkur yfirlýsingu um hvernig við munum bregðast við. Ég get hinsvegar ekki sagt á þessari stunda hvenær það verður, en á meðan það er enn verið að tala saman þá erum við bjartsýn."



 












Fleiri fréttir

Sjá meira


×