Innlent

Börðu mann og rændu og læstu inni í geymslu

MYND/Ingólfur
Tveir menn hafa verið ákærðir fyrir að hafa ráðist á annan mann og rænt hann ýmsum munum ásamt því að halda honum fögnum í geymslu í klukkustund. Ákæra á hendur mönnunum var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur eftir hádegið.

Samkvæmt henni veittust mennirnir í sameiningu að þriðja manni, slógu og spörkuðu í höfuð hans og líkama, klæddu hann úr jakka og buxum og hirtu af honum meðal annars úr, armband, hring, farsíma og greiðslukort. Eftir það lokuðu þeir hann inni í geymslu í að minnsta kosti klukkustund. Við þessa atlögu hlaut fórnarlambið skrámur á höfði og mar eða tognun á hálsi og hrygg.

Annar mannanna er einnig ákærður fyrir aðra líkamsárás. Þar á hann hann að hafa veist að manni með skrúfjárni og óþekktu eggvopni með þeim afleiðingum að sá hlaut tvo skurði á höfði og fjóra skurði á hendi. Samkvæmt ákærunni er um að ræða sérstaklega hættulega líkamsárás.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×