Innlent

SÁÁ vantar 80 milljónir

Þórarinn Tyrfingsson.
Þórarinn Tyrfingsson. MYND/Heiða Helgadóttir

Á síðastliðnum tólf mánuðum hafa um áttatíu þúsund manns nýtt sér þjónustu göngudeildar SÁÁ í Efstaleiti. Þá voru skráðar um sjö þúsund heimsóknir á göngudeildina á Akureyri í fyrra.

Báðar deildirnar hafa nú verið reknar í nærri sex mánuði án þjónustusamnings við ríkið en um 80 milljónir króna vantar til að hægt sé að tryggja áframhaldandi rekstur.

„Þetta eru talsverðir fjármunir þarna sem fara í þetta í rekstrinum og við sjáum ekki fyrir endann á því á þessu ári hvernig við getum rekið þessa tvo staði," sagði Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi.

Þórarinn fundar með fulltrúum heilbrigðisráðuneytisins og félagsmálaráðuneytisins á næstunni. Hann er vongóður um að samningar náist.

„Við þurfum ekki að vera að tíunda það," sagði Þórarinn, spurður að því hvað gerðist ef samningar næðust ekki. „Auðvitað reyna menn að ná í peninga til þess að reka slíka starfsemi. Við reynum að ná í fjármuni annars staðar frá. Höfum fengið fjármuni frá Reykjavíkurborg sem koma inn í Efstaleitisreksturinn. Við væntum þess að á næstunni fáum við líka þjónustusamning eða ríkið kaupi af okkur þjónustu sem fram fer á þessum stöðum," sagði Þórarinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×