Innlent

Tveir ákærðir fyrir barnaklám á Vestfjörðum

Í vikunni voru þingfestar í Héraðsdómi Vestfjarða ákærur á hendur tveim karlmönnum sem gefið er að sök að hafa haft barnaklám í fórum sínum.

Mennirnir játuðu báðir við þingfestingu málsins en brot þeirra gætu varðað allt að tveggja ára fangelsisvist.

Lögreglan á Vestfjörðum handtók ákærðu í nóvember í fyrra eftir að nokkrir tölvunotendur urðu varir við að annar þeirra var að bjóða myndefnið á netinu.

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×