Innlent

Fimm sinnum meira í auglýsingar en vatn handa bágstöddum

Fimm sinnum meira fé fór í að auglýsa vatnsviku UNICEF heldur en safnaðist til að tryggja börnum í vanþróuuðum ríkjum vatn

Tuttugasti og annar mars síðastliðinn var alþjóðadagur tileinkaður vatni. Af því tilefni stóðu Unicef á Íslandi, Orkuveita Reykjavíkur og fimmtán valdir veitingastaðir að Vatnsvikunni fjórða til þrettánda apríl. Viðskiptavinir veitingastaðanna gátu þá greitt fyrir vatn sem þeir drukku. Söfnunarféð rann til vatnsverkefna Unicef um allan heim en samtökin eru að störfum í níutíu löndum og reyna að bæta aðgang barna að vatni. Á vefsíðu Unicef er bent á að einn komma einn milljarður jarðarbúa hafi ekki aðgang að heilnæmu vatni. Fjögurþúsund börn udnir fimm ára aldri deyi daglega vegna niðurgangssjúkdóma sem rekja megi til óheilnæms vatns.

Vatnsvikan var auglýst nokkuð.

Kostnaðurinn við auglýsingaherferðina var tíu milljónir samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitunni. 5 milljónir í gerð auglýsinganna og 5 milljónir í birtingu.

1,1 milljón safnaðist í vatnsvikunni - upphæð sem orkuveitan tvöfaldaði. 2,2 milljónir fóru því til vatnsverkefna UNICEF.

Fyrir þá upphæð má tryggja nærri þrjú þúsund og fimmtán börnum hreint vatn í heilt ár og hreinsa nærri tvær komma fjórar milljónir lítra af vatni.

Ef auglýsingaherferð hefði verið sleppt og 10 milljónir til viðbótar runnið beint til verkefnisins hefði verið hægt að tryggja nærri 16700 börnum vatn í heilt ár og hreinsa 13.304.252 lítra af vatni




Fleiri fréttir

Sjá meira


×