Innlent

Geir í Mannamáli: Gengið mun ganga tilbaka

Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði í Mannamáli, þætti Sigmundar Ernis Rúnarsson, í kvöld að gengislækkun síðustu mánaða muni ganga til baka.

"Gengið verður þá veikara en það var í upphafi árs en sterkara en það er núna," sagði Geir.

Geir sagði að verðbólgan á Íslandi væri tilkomin vegna gengisfallsins. Og að gengisfallið væri tilkomið vegna aðlögunar á gengi krónunnar vegna stóriðjuframkvæmda annars vegar og vegna gjaldeyrisskorts á alþjóðlegum fjármálamörkuðum hins vegar.

Geir sagði að fyrirhugaðar björgunaraðgerðir í Bandaríkjunum, sem kynntar verða á morgun, muni hjálpa til og stuðla að meira jafnvægi á mörkuðum.

Viðtal Sigmundar við Geir má sjá hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×