Innlent

Kona slösuð eftir fjórhjólaslys

Kona á þrítugsaldri var flutt á slysadeild í dag eftir að hún féll ofan í gil og fékk fjórhjól á sig.

Konan var ásamt annari konu á fjórhjóli að aka eftir slóða á vestanverðu Hengilsvæðinu, nánar tiltekið í Foldadal. Þær komu skyndilega að gilsbrún og snögghemluðu. Við það datt önnur konan af hjólinu og rann eina tíu metra niður gilið. Fjórhjólið valt, fór sömu leið og lenti á konunni. Við það hlaut hún áverka á brjóstholi.

Slökkviliðið var kallað á svæðið en félagar úr björgunarsveitinni Ársæli voru skammt frá við æfingar og komu þeir einnig til aðstoðar.

 

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×