Innlent

Neita allir sök

Lögreglan á Akranesi rannsakar nú aftanákeyrslu sem varð á Akrafjallsvegi rétt eftir miðnætti.

Bifreiðin sem ekið var á valt út af veginum við áreksturinn. Einn var í bílnum en hann slasaðist ekki alvarlega.

Fjórir menn af erlendum uppruna voru í bílnum sem olli árekstrinum. Enginn þeirra kannast hins vegar við að hafi verið undir stýri.

Enginn vitni voru að árekstrinum og lögreglu því nokkur vandi á höndum við að upplýsa málið og finna út hver ber ábyrgð á árekstrinum.

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×