Innlent

Sýking líklega í yfirborðsvatni

Hrossin eru meðhöndluð í hesthúsahverfinu í Mosfellsbæ kvölds og morgna af nokkrum dýralæknum.
Hrossin eru meðhöndluð í hesthúsahverfinu í Mosfellsbæ kvölds og morgna af nokkrum dýralæknum.
„Sextán hross eru dauð og sex til átta alvarlega veik,“ segir Gunnar Örn Guðmundsson héraðsdýralæknir Gullbringu- og Kjósarumdæmis. Salmonellusýking kom í ljós í hestastóði á Kjalarnesi á sunnudag þegar fólk bar að garði. Eitt hross hafði þá dáið. Samtals hafa sextán látist síðan þá af því 41 hrossi sem var í stóðinu. Stóðið var allt á sama fóðri.

„Við erum ekki búnir að finna orsökina, hvort hún kemur frá fóðri eða annars staðar frá. Við teljum hins vegar að salmonellusýking sé í yfirborðsvatni þeirra. Skoðun á þeim sýnum er reyndar ekki fulllokið,“ segir Gunnar.

Hestarnir eru meðhöndlaðir kvölds og morgna og hvenær sem þurfa þykir í hesthúsahverfinu í Mosfellsbæ af nokkrum dýralæknum að sögn Gunnars. Reynt er að styrkja vökvakerfi þeirra en það er það sem brenglast þegar þarmarnir hætta að starfa eðlilega. Ekki þorir Gunnar að segja til um hvort hrossin muni lifa af eða deyja. Hann segir alls engan grun um vanrækslu á hrossunum.

„Hestarnir eru í góðu standi og vel feitir,“ segir Gunnar.-vsp



Fleiri fréttir

Sjá meira


×