Innlent

Ekkert útsölusvindl í Debenhams

Steinþór Helgi Arnsteinsson skrifar

Nokkuð hefur verið um að viðskiptavinir Debenhams hafi kvartað yfir verðmerkingum á útsölunni hjá versluninni. Hefur Vísir fengið ábendingar um að nýir verðmiðar hafi verið límdir yfir miða sem sýndu lægra verð. Útsöluafslátturinn hafi síðan verið dreginn af hærra verðinu og því hafi endanlegt útsöluverð verið því sem næst á pari við upprunalegt verð.

Lilja Ingvarsdóttir, verslunarstjóri Debenhams, segir að þetta eigi sér allt mjög eðlilegar skýringar. Debenhams sé stór verslun sem greiði oft ekki fyrir vörur fyrr en sextíu dögum eftir að þær eru komnar í verslunina. Sumir vörur hækkuðu því nokkuð í verði stuttu eftir að þær komu til landsins fyrir um tveimur mánuðum síðan sökum óhagstæðra gengisbreytinga.

„Við hækkuðum nokkrar vörur einu sinni en það hefur ekkert með útsöluna að gera. Þannig að við erum ekkert að reyna að plata fólk. Við erum samt búnar að fá kvartanir yfir þessu og þetta gerist ekki aftur," útskýrir Lilja og er greinilega mjög leið yfir misskilningnum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×