Innlent

Queen Elisabeth við Vestfirði

Queen Elisabeth er stödd við Vestfirði. Mynd/ AFP.
Queen Elisabeth er stödd við Vestfirði. Mynd/ AFP.

Skemmtiferðaskipið Queen Elisabeth heimsótti Vestfirði í dag. Á vef bæjarins besta kemur fram að um 1800 farþegar hafi komið með skipinu og nýttu þeir tækifærið til þess að skoða þær perlur sem Vestfirðir hafa upp á að bjóða.

Að sögn Finnboga Bernódussonar safnvarðar í Ósvör, sjóminjasafninu á Bolungarvík, litu um 300 manns við á safninu í dag til að kynna sér sögu vestfirskra sjóara. Hann segir að nokkur skemmtiferðaskip hafi komið í sumar og að nóg sé að gera við að hafa ofan af fyrir ferðamönnum sem vilji fræðast um safnið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×