Innlent

Vg fagnar frestur á innflutningsfrumvarpi

Atli Gíslason er fulltrúi Vinstri - grænna í landbúnaðarnefnd.
Atli Gíslason er fulltrúi Vinstri - grænna í landbúnaðarnefnd. MYND/Róbert

Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs fagnar því að frumvarpi til laga þar sem opnað er fyrir innflutning á hráu kjöti hafi verið frestað fram á haust, eins og fram kemur í viðtali við landbúnaðarráðherra í Bændablaðinu í dag.

Í ályktun frá þingflokknum segir að enginn vafi sé á því að samstaða og samtakamáttur Bændasamtakanna, íslenskra matvælaframleiðenda og neytenda, sérfræðinga í matvælaheilbrigði og fjölmargra sveitarfélaga á landsbyggðinni hafi skipt sköpum um undanhald ráðherra. Frestunin sé í samræmi við tillögur Vinstri grænna.

„Þingflokkur VG treystir því að sjávarútvegs- og landabúnaðarnefnd alþingis nýti sumarið til að skoða ofan í kjölinn afleiðingar frumvarpsins fyrir íslenskt samfélag og leitað verði allra leiða til að halda núverandi fyrirkomulagi,“ segir í ályktuninni. Taka beri mið af rökstuddri gagnrýni frá aðilum í greininni sem telji að frumvarpið grafi undan innlendri framleiðslu og þýði að störfum muni fækka, og ekki síður varnarorðum Margrétar Guðnadóttur veirufræðings og fleiri sérfræðinga sem telji að innflutningur á hráu kjöti skapi hættu á auknum sýkingum og búfjársjúkdómum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×