Erlent

Gríðargóð þátttaka í kosningum um stjórnarskrá í Búrma

Frá Irrawaddy-árósunum í Búrma sem fóru á kaf í hamförunum fyrr í mánuðinum.
Frá Irrawaddy-árósunum í Búrma sem fóru á kaf í hamförunum fyrr í mánuðinum. MYND/AP

Nærri 93 prósent íbúa í Búrma samþykktu stjórnarskrá sem herforingjastjórnin lagði fram í þjóðaratkvæðagreiðslu á um helgina. Frá þessu greindi ríkissjónvarpið í Búrma í morgun.

Þar kom einnig fram að 98 prósent kosningabærra manna hefðu neytt atkvæðisréttar síns þrátt fyrir þær hörmungar sem gengið hafa yfir landið. Um 134 þúsund manns eru látnir eða saknað eftir að fellibylurinn Nargis gekk yfir landið fyrr í mánuðinum en herforingjastjórnin ákvað að fresta þjóðaratkvæðagreiðslunni aðeins um tvær vikur þrátt fyrir hamfarirnar.

Kosningarnar fóru fram um helgina en kosið var um svokallaðan vegvísi til lýðræðis eins og herforingjastjórnin kallaði það. Samkvæmt honum er stefnt að fjölflokkakosningum í landinu árið 2010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×