Innlent

Með hundrað þúsund krónum hærri laun en ljósmæður

Lögfræðingar og verkfræðingar starfandi hjá hinu opinbera, með fimm ára háskólanám að baki, eru með að minnsta kosti hundrað þúsund krónum hærri laun en ljósmæður með sex ára háskólanám. Tugir ljósmæðra hafa sagt upp störfum vegna óánægju með kjör og nú er næsta samningafundar beðið.

Undanfarna daga hefur fjöldi ljósmæðra sagt störfum sínum lausum um allt land vegna óánægju með launakjör. Ljósmæður neituðu að skrifa undir kjarasamninga síðastliðinn laugardag og vilja að nám þeirra sé metið til jafns við aðrar stéttir með sambærilega háskólamenntun sem starfa hjá hinu opinbera.

Meðalgrunnlaun ljósmæðra samkvæmt tölum frá kjararannsóknarnefnd opinberra starfsmanna eru rúmlega 306 þúsund krónur á mánuði eftir sex ára háskólanám. Hins vegar eru meðalgrunnlaun lögfræðinga með fimm ára háskólanám sem starfa hjá hinu opinbera rúmlega 394 þúsund á mánuði. Þá eru meðalgrunnlaun verkfræðinga sem starfa hjá hinu opinbera með fimm ára háskólanám að baki 427.000 krónur.

Ljósmæður bíða nú næsta fundar með samninganefnd ríkisins hjá ríkissáttasemjara sem verður á föstudagsmorgun.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×