Innlent

Krefjast þess að leyfi til hrefnuveiða verði endurskoðað

Starfsmenn og eigendur Eldingar, hvalaskoðunar í Reykjavík, krefjast þess að sjávarútvegsráðherra og ríkisstjórn endurskoði ákvörðun sína um að heimila hrenfuveiði í Faxaflóa, áður en að skaðinn verður óafturkræfur.

Þeir segja að um 50 þúsund erlendir ferðamenn fari árlega til hvalaskoðunar út á Flóann, en án hrefnu bresti forsendur hvalaskoðunarferðanna. Hrefnu fari nú þegar fækkandi í Flóanum.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðhera og formaður Samfylkingarinnar segir í yfirlýsingu að það sé skýrt á milli ráðherra í ríkisstjórninni að ráðherrar Samfylkingarinnar séu ekki fylgjandi þessari ákvörðun, þótt hún dragi ekki í efa heimildir sjávarútvegsráðherra til að taka hana. Sem utanríkisráðherra telji hún að verið sé að fórna meiri hagsmunum fyrir minni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×