Erlent

Edward Kennedy með heilaæxli

Edward Kennedy, sem situr í öldungadeild Bandaríkjaþings, er með heilaæxli, eftir því sem læknar á Massachusettes General Hospital segja.

Kennedy var flogið á spítala í Boston um síðustu helgi eftir að hafa fengið einhverskonar flogakast. Læknar segja að skoðun hafi leitt í ljós að hann sé með æxli í vinstra heilahveli. Edward er yngsti bróðir John F. Kennedy, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Hann er mikill áhrifamaður í Demókrataflokknum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×