Innlent

Rekstrarsamningar lífeyrissjóða og banka í lagi

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. MYND/Páll Bergmann

Samkeppniseftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að rekstrarsamningar milli tiltekinna lífeyrissjóða og rekstraðila þeirra brjóti ekki í bága við samkeppnislög.

Eftirlitið kannaði tengsl milli Frjálsa lífeyrissjóðsins og Kaupþings banka og komst að því að þar væru mikil efnahagsleg og stjórnunarleg tengsl. Því væri um eina efnahagslega einingu í skilningi samkeppnislaga og því féllu samningarnir ekki undir ákvæði samkeppnislaga. Það sama átti við um Íslenska lífeyrissjóðinn og Landsbanka Íslands.

Aftur á móti var talið að ekki væru sambærileg tengsl á milli Almenna lífeyrissjóðsins og Glitnis. Hins vegar leiddi rekstrarfyrirkomulag Almenna lífeyrissjóðsins af sér hvata til samkeppni við aðra sjóði og það væri til þess fallið að að efla samkeppni milli lífeyrissjóða. Ekki væri því ástæða til aðgerða í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×