Innlent

Óska upplýsinga um skemmdarverk á Ísafirði

Lögreglan á Ísafirði biður þá sem eitthvað kunna að vita um skemmdarverk, sem unnin voru á fimm eða sex bílum í eigu KNH verktaka um helgina, að láta sig vita.

Bílarnir stóðu ofan við aðstöðu fyrirtækisins við Grænagarð á Ísafirði og brutu skemmdarvarganrir rúður og gler í ljósum bílanna.

Lögregla telur að nokkur fyrirgangur hafi fylgt þessu og að einhver hafi orðið var við hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×