Opið bréf til Davíðs Oddssonar 23. október 2008 15:40 Snorri Ásmundsson Listamaðurinn Snorri Ásmundsson hefur sent Davíð Oddssyni opið bréf þar sem hann skorar á Davíð að gefast upp og segja starfi sínu lausu. Snorri segir fólkið í landinu hafa lagt fullt traust á stjónvöld og treyst þeim fyrir lífi sínu. Hann segir okkur öll sek, fyrir að vera leiðitöm. Bréfið í heild sinni má sjá hér að neðan. Opið bréf til Davíðs Oddssonar Kæri Davíð, Við lifum á spennandi umbrotatímum sem koma til með að breyta lífinu á heimsvísu. Óvissan um hvað framtíðin beri í skauti sér er mikil. Það er erfitt að sjá heildarmyndina og ómögulegt að sjá fyrir hvað muni gerast næst. Ég vona að þessar breytingar þroski okkur til hins betra. Fólkið í landinu hefur hingað til lagt fullt traust á stjórnvöld þegjandi og hljóðalaust og treyst þeim fyrir lífi sínu og það heldur enn í þá von að þau muni bjarga málunum. En nú erum við að vakna upp við vondan draum, við settum allt okkar í rangar hendur. Við erum því öll sek, fyrir að vera of leiðitöm. Þú, Davíð Oddsson, sem hefur stundum verið kallaður farsælasti stjórnmálamaður Evrópu síðustu aldar ert líka sekur. Eðlilega ertu fullur af sektarkennd og vilt fyrir alla muni bæta fyrir brot þín, og það gerirðu með því að fela öðrum þér hæfari að taka til. Nú ættir þú að játa þig sigraðan. Játa þig sigraðan fyrir sjálfinu því sjálfið þitt er ekki bara hættulegt sjálfum þér heldur allri þjóðinni. Það er stór sigur sem vinnst við að viðurkenna vanmátt sinn. Þá fyrst á maður séns. Andstæðan við eigingirni er samkennd. Það er auðmýkjandi og mannbætandi að játa sig sigraðan og kæri Davíð þegar þú játar þig sigraðan byrjar þú stórkostlegt, andlegt ferðalag og einmitt núna þurfum við mest á andanum að halda því hann kemur í staðinn fyrir efnishyggjuna. Þetta eru undraverðir uppskerutímar þar sem græðgin og eigingirnin lenda í syndaflóðinu og andinn, auðmýktin og samhygðin fá að njóta sín. Ég er sammála þér að Alþingi ætti að leysa upp því það svaf líka á verðinum og það ætti að skipa þjóðstjórn fagmanna. Kæri Davíð ég skora á þig að gefast upp og segja starfi þínu lausu sem Seðlabankastjóri og opna faðm þinn fyrir andlega ferðalaginu. Treystu öðrum fyrir stjórninni og beindu stjórnsemi þinni á önnur og jákvæðari mið. Virðingarfyllst Snorri Ásmundsson Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Sjá meira
Listamaðurinn Snorri Ásmundsson hefur sent Davíð Oddssyni opið bréf þar sem hann skorar á Davíð að gefast upp og segja starfi sínu lausu. Snorri segir fólkið í landinu hafa lagt fullt traust á stjónvöld og treyst þeim fyrir lífi sínu. Hann segir okkur öll sek, fyrir að vera leiðitöm. Bréfið í heild sinni má sjá hér að neðan. Opið bréf til Davíðs Oddssonar Kæri Davíð, Við lifum á spennandi umbrotatímum sem koma til með að breyta lífinu á heimsvísu. Óvissan um hvað framtíðin beri í skauti sér er mikil. Það er erfitt að sjá heildarmyndina og ómögulegt að sjá fyrir hvað muni gerast næst. Ég vona að þessar breytingar þroski okkur til hins betra. Fólkið í landinu hefur hingað til lagt fullt traust á stjórnvöld þegjandi og hljóðalaust og treyst þeim fyrir lífi sínu og það heldur enn í þá von að þau muni bjarga málunum. En nú erum við að vakna upp við vondan draum, við settum allt okkar í rangar hendur. Við erum því öll sek, fyrir að vera of leiðitöm. Þú, Davíð Oddsson, sem hefur stundum verið kallaður farsælasti stjórnmálamaður Evrópu síðustu aldar ert líka sekur. Eðlilega ertu fullur af sektarkennd og vilt fyrir alla muni bæta fyrir brot þín, og það gerirðu með því að fela öðrum þér hæfari að taka til. Nú ættir þú að játa þig sigraðan. Játa þig sigraðan fyrir sjálfinu því sjálfið þitt er ekki bara hættulegt sjálfum þér heldur allri þjóðinni. Það er stór sigur sem vinnst við að viðurkenna vanmátt sinn. Þá fyrst á maður séns. Andstæðan við eigingirni er samkennd. Það er auðmýkjandi og mannbætandi að játa sig sigraðan og kæri Davíð þegar þú játar þig sigraðan byrjar þú stórkostlegt, andlegt ferðalag og einmitt núna þurfum við mest á andanum að halda því hann kemur í staðinn fyrir efnishyggjuna. Þetta eru undraverðir uppskerutímar þar sem græðgin og eigingirnin lenda í syndaflóðinu og andinn, auðmýktin og samhygðin fá að njóta sín. Ég er sammála þér að Alþingi ætti að leysa upp því það svaf líka á verðinum og það ætti að skipa þjóðstjórn fagmanna. Kæri Davíð ég skora á þig að gefast upp og segja starfi þínu lausu sem Seðlabankastjóri og opna faðm þinn fyrir andlega ferðalaginu. Treystu öðrum fyrir stjórninni og beindu stjórnsemi þinni á önnur og jákvæðari mið. Virðingarfyllst Snorri Ásmundsson
Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Sjá meira