Opið bréf til Davíðs Oddssonar 23. október 2008 15:40 Snorri Ásmundsson Listamaðurinn Snorri Ásmundsson hefur sent Davíð Oddssyni opið bréf þar sem hann skorar á Davíð að gefast upp og segja starfi sínu lausu. Snorri segir fólkið í landinu hafa lagt fullt traust á stjónvöld og treyst þeim fyrir lífi sínu. Hann segir okkur öll sek, fyrir að vera leiðitöm. Bréfið í heild sinni má sjá hér að neðan. Opið bréf til Davíðs Oddssonar Kæri Davíð, Við lifum á spennandi umbrotatímum sem koma til með að breyta lífinu á heimsvísu. Óvissan um hvað framtíðin beri í skauti sér er mikil. Það er erfitt að sjá heildarmyndina og ómögulegt að sjá fyrir hvað muni gerast næst. Ég vona að þessar breytingar þroski okkur til hins betra. Fólkið í landinu hefur hingað til lagt fullt traust á stjórnvöld þegjandi og hljóðalaust og treyst þeim fyrir lífi sínu og það heldur enn í þá von að þau muni bjarga málunum. En nú erum við að vakna upp við vondan draum, við settum allt okkar í rangar hendur. Við erum því öll sek, fyrir að vera of leiðitöm. Þú, Davíð Oddsson, sem hefur stundum verið kallaður farsælasti stjórnmálamaður Evrópu síðustu aldar ert líka sekur. Eðlilega ertu fullur af sektarkennd og vilt fyrir alla muni bæta fyrir brot þín, og það gerirðu með því að fela öðrum þér hæfari að taka til. Nú ættir þú að játa þig sigraðan. Játa þig sigraðan fyrir sjálfinu því sjálfið þitt er ekki bara hættulegt sjálfum þér heldur allri þjóðinni. Það er stór sigur sem vinnst við að viðurkenna vanmátt sinn. Þá fyrst á maður séns. Andstæðan við eigingirni er samkennd. Það er auðmýkjandi og mannbætandi að játa sig sigraðan og kæri Davíð þegar þú játar þig sigraðan byrjar þú stórkostlegt, andlegt ferðalag og einmitt núna þurfum við mest á andanum að halda því hann kemur í staðinn fyrir efnishyggjuna. Þetta eru undraverðir uppskerutímar þar sem græðgin og eigingirnin lenda í syndaflóðinu og andinn, auðmýktin og samhygðin fá að njóta sín. Ég er sammála þér að Alþingi ætti að leysa upp því það svaf líka á verðinum og það ætti að skipa þjóðstjórn fagmanna. Kæri Davíð ég skora á þig að gefast upp og segja starfi þínu lausu sem Seðlabankastjóri og opna faðm þinn fyrir andlega ferðalaginu. Treystu öðrum fyrir stjórninni og beindu stjórnsemi þinni á önnur og jákvæðari mið. Virðingarfyllst Snorri Ásmundsson Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Fleiri fréttir Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn Sjá meira
Listamaðurinn Snorri Ásmundsson hefur sent Davíð Oddssyni opið bréf þar sem hann skorar á Davíð að gefast upp og segja starfi sínu lausu. Snorri segir fólkið í landinu hafa lagt fullt traust á stjónvöld og treyst þeim fyrir lífi sínu. Hann segir okkur öll sek, fyrir að vera leiðitöm. Bréfið í heild sinni má sjá hér að neðan. Opið bréf til Davíðs Oddssonar Kæri Davíð, Við lifum á spennandi umbrotatímum sem koma til með að breyta lífinu á heimsvísu. Óvissan um hvað framtíðin beri í skauti sér er mikil. Það er erfitt að sjá heildarmyndina og ómögulegt að sjá fyrir hvað muni gerast næst. Ég vona að þessar breytingar þroski okkur til hins betra. Fólkið í landinu hefur hingað til lagt fullt traust á stjórnvöld þegjandi og hljóðalaust og treyst þeim fyrir lífi sínu og það heldur enn í þá von að þau muni bjarga málunum. En nú erum við að vakna upp við vondan draum, við settum allt okkar í rangar hendur. Við erum því öll sek, fyrir að vera of leiðitöm. Þú, Davíð Oddsson, sem hefur stundum verið kallaður farsælasti stjórnmálamaður Evrópu síðustu aldar ert líka sekur. Eðlilega ertu fullur af sektarkennd og vilt fyrir alla muni bæta fyrir brot þín, og það gerirðu með því að fela öðrum þér hæfari að taka til. Nú ættir þú að játa þig sigraðan. Játa þig sigraðan fyrir sjálfinu því sjálfið þitt er ekki bara hættulegt sjálfum þér heldur allri þjóðinni. Það er stór sigur sem vinnst við að viðurkenna vanmátt sinn. Þá fyrst á maður séns. Andstæðan við eigingirni er samkennd. Það er auðmýkjandi og mannbætandi að játa sig sigraðan og kæri Davíð þegar þú játar þig sigraðan byrjar þú stórkostlegt, andlegt ferðalag og einmitt núna þurfum við mest á andanum að halda því hann kemur í staðinn fyrir efnishyggjuna. Þetta eru undraverðir uppskerutímar þar sem græðgin og eigingirnin lenda í syndaflóðinu og andinn, auðmýktin og samhygðin fá að njóta sín. Ég er sammála þér að Alþingi ætti að leysa upp því það svaf líka á verðinum og það ætti að skipa þjóðstjórn fagmanna. Kæri Davíð ég skora á þig að gefast upp og segja starfi þínu lausu sem Seðlabankastjóri og opna faðm þinn fyrir andlega ferðalaginu. Treystu öðrum fyrir stjórninni og beindu stjórnsemi þinni á önnur og jákvæðari mið. Virðingarfyllst Snorri Ásmundsson
Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Fleiri fréttir Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn Sjá meira