Innlent

Útlit fyrir að Ólafur Ragnar verði sjálfkjörinn í forsetaembættið

MYND/Hrönn

Enn sem komið er hefur enginn annar en Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, boðið sig fram til embættisins en framboðsfrestur rennur út á miðnætti.

Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær að stuðningsmenn Ólafs Ragnars hefðu safnað nauðsynlegum undirskriftum til stuðnings framboði hans til forseta og lögðu þeir í dag fram gögn þar að lútandi hjá dómsmálaráðuneytinu.

Þórir Hrafnsson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, sagði í samtali við Vísi að líklegayrði gefin út yfirlýsing um málið eftir helgi en Ólafur Ragnar hefði einn gefið kost á sér hingað til.

Kosningar höfðu verið auglýstar 28. júní í sumar en ef fram fer sem horfir verður Ólafur Ragnar sjálfkjörinn í embættið og verður settur í það 1. ágúst. Hann hefur setið í embættinu í bráðum tólf ár og er næsta kjörtímabil verður hans fjórða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×