Vondafone brýtur á barni? Jóhann Björnsson skrifar 18. september 2008 09:05 Á neytendasíðu Dr. Gunna í Fréttablaðinu 11. september s.l. segi ég frá samskiptum Vodafone við 15 ára ungling og hvernig fyrirtækið sendir frá sér villandi auglýsingu í sms skilaboði og nýtir sér þannig trúgirni og reynsluleysi unglings. Forsaga málsins er sú að þann 3. ágúst s.l. keypti sonur minn 15 ára gamall sér símatilboð hjá Vodafone sem gekk út á það að hann gat hringt í fimm vini sína ókeypis í einn mánuð og síðan átti inneignin að gilda í sex mánuði. Um það leyti sem tilboðsmánuðurinn er að renna út og sonur minn er farinn að huga að því að hann getur ekki lengur hringt frítt í fimm vini sína berast sms skilaboð í síma hans frá Vodafone sem hljóða svo: "Skítt með sumarið! Sumartilboði okkar 5 vinum hefur verið framlengt til 31 okt. Hringdu fríkeypis í 5 vini óháð kerfi. Lifðu núna,Vodfone." Hvað segja þessi skilaboð unglingi sem ekki hefur reynslu af markaðssetningu fyrirtækja og þeim blekkingarleikjum sem þar eru stundaðir? Honum datt ekki annað í hug en hann mætti halda áfram að hringja í fimm vini sína til 31. október, eða allavega stóð ekkert annað í skilaboðunum. Hann heldur síðan áfram að hringja í vini sína í þeirri trú að hann geri það frítt eftir að hafa fengið umrætt skeyti frá Vodafone, þar til hann tekur eftir því að inneignin er allt í einu búin. Í skilaboðinu er ekki tekið fram að hann þurfi að gera eithvað til þess að geta hringt áfram í vini sína frítt. Hinsvegar hefði hann átt að greiða 1000 kr til þess að tilboðið gilti til 31. október (og 1000 kr er ekki frítt). Ég veit ekki hver ástæðan er fyrir því að Vodafone taldi ekki ástæðu til að geta þess í skilaboðinu. Lesendur geta reynt að leysa þann leyndardóm. Dr Gunni ber málið undir Björn Víglundsson hjá Vodafone sem sér alls ekkert athugavert við að jafn óljóst sms skilaboð sé sent til unglings auk þess sem hann reynir að bjarga eigin heiðri með því að segja drenginn hafa verið búinn að nýta tilboðið í sex mánuði. Þar leggst Björn svo lágt að ljúga upp á 15 ára visðskiptavin en tilboðið var keypt þann 3. ágúst eins og áður segir en ekki fyrir túmum sex mánuðum eins og Björn heldur fram í Fréttablaðinu. Nú er alls ekki ætlun mín að Vodafone bæti fyrir villandi skilaboð og það fjárhagstjón sem drengurinn varð fyrir, heldur vil ég fyrst og fremst vekja athygli á þeim siðferðilegu álitamálum sem um ræðir í markaðssetningu til unglinga í þeim tilgangi að að hvetja fyrirtæki að misnota ekki reynsluleysi og trúgirni ungs fólks eins og Vodafone gerir klárlega í þessu tilviki. Í siðareglum Sambands íslenskra auglýsingastofa segir m.a.: "Í auglýsingum skal ekki misnota hina eðlilegu trúgirni barna né reynsluskort...."(13. grein) Það er því alveg skýrt eftir hvaða reglum á að vinna þegar auglýst er. En það er fleira sem Vodafone verður að taka afstöðu til áður en send eru óskýr tilboð til barna: - Er rétt að senda tilboð til barna og unglinga án þess að forráðamenn fái af því vitneskju? - Er rétt að tilgreina ekki þann kostnað sem viðskiptavinur þarf að leggja í til að taka tilboði? - Ber fyrirtækjum í markaðssókn sinni siðferðileg skylda til að beita öðrum aðferðum þegar börn og unglingar eiga í hlut heldur en þegar um fullorðna er að ræða? - Er rétt að gera ráð fyrir því að börn og unglingar geri sér grein fyrir öllum skilmálum samninga sem finna má einhversstaðar annarsstaðar heldur en í þeirri auglýsingu sem viðkomandi fær? Ljóst er að af umræddu máli er full ástæða til að hvetja til virkrar umræðu um siðferði viðskiptalífsins, ekki síst með tilliti til hagsmuna barna og unglinga. Það er því hér með skorað á umboðsmann barna að stofna til málþings hið fyrsta þar sem rætt yrði um siðferði, auglýsingar og börn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Á neytendasíðu Dr. Gunna í Fréttablaðinu 11. september s.l. segi ég frá samskiptum Vodafone við 15 ára ungling og hvernig fyrirtækið sendir frá sér villandi auglýsingu í sms skilaboði og nýtir sér þannig trúgirni og reynsluleysi unglings. Forsaga málsins er sú að þann 3. ágúst s.l. keypti sonur minn 15 ára gamall sér símatilboð hjá Vodafone sem gekk út á það að hann gat hringt í fimm vini sína ókeypis í einn mánuð og síðan átti inneignin að gilda í sex mánuði. Um það leyti sem tilboðsmánuðurinn er að renna út og sonur minn er farinn að huga að því að hann getur ekki lengur hringt frítt í fimm vini sína berast sms skilaboð í síma hans frá Vodafone sem hljóða svo: "Skítt með sumarið! Sumartilboði okkar 5 vinum hefur verið framlengt til 31 okt. Hringdu fríkeypis í 5 vini óháð kerfi. Lifðu núna,Vodfone." Hvað segja þessi skilaboð unglingi sem ekki hefur reynslu af markaðssetningu fyrirtækja og þeim blekkingarleikjum sem þar eru stundaðir? Honum datt ekki annað í hug en hann mætti halda áfram að hringja í fimm vini sína til 31. október, eða allavega stóð ekkert annað í skilaboðunum. Hann heldur síðan áfram að hringja í vini sína í þeirri trú að hann geri það frítt eftir að hafa fengið umrætt skeyti frá Vodafone, þar til hann tekur eftir því að inneignin er allt í einu búin. Í skilaboðinu er ekki tekið fram að hann þurfi að gera eithvað til þess að geta hringt áfram í vini sína frítt. Hinsvegar hefði hann átt að greiða 1000 kr til þess að tilboðið gilti til 31. október (og 1000 kr er ekki frítt). Ég veit ekki hver ástæðan er fyrir því að Vodafone taldi ekki ástæðu til að geta þess í skilaboðinu. Lesendur geta reynt að leysa þann leyndardóm. Dr Gunni ber málið undir Björn Víglundsson hjá Vodafone sem sér alls ekkert athugavert við að jafn óljóst sms skilaboð sé sent til unglings auk þess sem hann reynir að bjarga eigin heiðri með því að segja drenginn hafa verið búinn að nýta tilboðið í sex mánuði. Þar leggst Björn svo lágt að ljúga upp á 15 ára visðskiptavin en tilboðið var keypt þann 3. ágúst eins og áður segir en ekki fyrir túmum sex mánuðum eins og Björn heldur fram í Fréttablaðinu. Nú er alls ekki ætlun mín að Vodafone bæti fyrir villandi skilaboð og það fjárhagstjón sem drengurinn varð fyrir, heldur vil ég fyrst og fremst vekja athygli á þeim siðferðilegu álitamálum sem um ræðir í markaðssetningu til unglinga í þeim tilgangi að að hvetja fyrirtæki að misnota ekki reynsluleysi og trúgirni ungs fólks eins og Vodafone gerir klárlega í þessu tilviki. Í siðareglum Sambands íslenskra auglýsingastofa segir m.a.: "Í auglýsingum skal ekki misnota hina eðlilegu trúgirni barna né reynsluskort...."(13. grein) Það er því alveg skýrt eftir hvaða reglum á að vinna þegar auglýst er. En það er fleira sem Vodafone verður að taka afstöðu til áður en send eru óskýr tilboð til barna: - Er rétt að senda tilboð til barna og unglinga án þess að forráðamenn fái af því vitneskju? - Er rétt að tilgreina ekki þann kostnað sem viðskiptavinur þarf að leggja í til að taka tilboði? - Ber fyrirtækjum í markaðssókn sinni siðferðileg skylda til að beita öðrum aðferðum þegar börn og unglingar eiga í hlut heldur en þegar um fullorðna er að ræða? - Er rétt að gera ráð fyrir því að börn og unglingar geri sér grein fyrir öllum skilmálum samninga sem finna má einhversstaðar annarsstaðar heldur en í þeirri auglýsingu sem viðkomandi fær? Ljóst er að af umræddu máli er full ástæða til að hvetja til virkrar umræðu um siðferði viðskiptalífsins, ekki síst með tilliti til hagsmuna barna og unglinga. Það er því hér með skorað á umboðsmann barna að stofna til málþings hið fyrsta þar sem rætt yrði um siðferði, auglýsingar og börn.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun