Innlent

Með bráðabirgðaskírteini á tæplega 200

Lögreglumenn frá Selfossi stöðvuðu 17 ára ökumann á Eyrarbakkavegi í gærkvöldi eftir að hann hafði mælst á 190 kílómetra hraða.

Í ljós kom að hann var með fjögurra mánaða gamalt bráðabirgðaskírteini og þar sem hann var kominn með þrjá punkta í ökuferilsskrána áður en hann var stöðvaður í gærkvöldi, var hann settur í akstursbann. Hann þarf að greiða 50 þúsund krónur í sekt, fara aftur á ökunámskeið og taka prófið upp á nýtt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×