Erlent

Ný skilaboð frá Osama bin Laden væntanleg

Búist er við á nýjum skilaboðum frá Osama bin Laden. Þetta kemur fram á vefsíðu sem áður hefur flutt skilaboð og myndbönd frá bin Laden.

Sagt er að bin Laden muni halda ræðu um baráttuna fram að 60 ára afmæli Ísraelsríkis sem brátt verður haldið hátíðlegt. Ekki er getið um hvort skilaboðin verði hljóð- eða myndbandsupptaka.

Síðustu skilaboðin frá bin Laden komu í mars þegar hann sagði að Írak væri fullkominn grundvöllur fyrir heilögu stríði til að frelsa Palestínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×