Innlent

Skækjutal Páls ekki til bóta

Björn Bjarnason.
Björn Bjarnason.

Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, telur orðbragð Páls Magnússonar, bæjarritara Kópavogs og formannskandídats í Framsóknarflokknum, vera til marks um nýja tíma í stjórnmálum en þó ekki til bóta.

Páll sagði fyrr í dag að Samfylkingin hafi haldið útsölu á stefnumálum sínum þegar hún myndaði ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum þar sem allt var falt fyrir völdin. ,,Hafi Framsóknarflokkurinn verið hækja, þá er Samfylkingin skækja," sagði Páll.

,,Þetta orðbragð Páls er líklega til marks um nýja tíma í stjórnmálum. Ég tel það ekki til neinna bóta og ekki auðvelda neinum að gera upp hug sinn," skrifaði Björn á heimasíðu sinni.

Pistil Björns Bjarnasonar er hægt að lesa hér.






Tengdar fréttir

Páll: Samfylkingin er skækja

Samfylkingin hélt útsölu á stefnumálum sínum þegar hún myndaði ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum, að mati Páls Magnússonar bæjarritara Kópavogs og formannskandídat í Framsóknarflokknum. Allt var falt fyrir völdin. ,,Hafi Framsóknarflokkurinn verið hækja, þá er Samfylkingin skækja," segir Páll í pistli á heimasíðu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×