Innlent

Páll: Samfylkingin er skækja

Páll Magnússon, bæjarritari Kópavogs og fyrrum aðstoðarmaður Valgerðar Sverrisdóttur. Páll hefur gefið kost á sér næsti formaður Framsóknarflokksins. Nýr formaður verður kjörinn á landsþingi í janúar.
Páll Magnússon, bæjarritari Kópavogs og fyrrum aðstoðarmaður Valgerðar Sverrisdóttur. Páll hefur gefið kost á sér næsti formaður Framsóknarflokksins. Nýr formaður verður kjörinn á landsþingi í janúar.

Samfylkingin hélt útsölu á stefnumálum sínum þegar hún myndaði ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum, að mati Páls Magnússonar bæjarritara Kópavogs og formannskandídats í Framsóknarflokknum. Allt var falt fyrir völdin. ,,Hafi Framsóknarflokkurinn verið hækja, þá er Samfylkingin skækja," segir Páll í pistli á heimasíðu sinni.

Páll gerir stefnu Samfylkingarinnar í Evrópumálum að umfjöllunarefni sínu. Hann fullyrðir að forysta Samfylkingarinnar sé umboðslaus og geti ekki gengið til samninga um aðild að Evrópusambandinu án þess að brjóta samráðsreglur innan flokksins sem settar hafi verið með lýðræðislegum hætti.

Stefán Jóhann Stefánsson, varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir að flokkurinn hafi ekki lokið undirbúningi í samræmi við lýðræðislegar samþykktir og geti því ekki skrifað undir umsókn um aðild að Evrópusambandinu.

Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, vísar gagnrýninni á bug og segir að stefna flokksins sé skýr. Kristrún Heimisdóttir, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, segir að borið hafi á skrifum pólitíkusa að undanförnu sem sýni þekkingarleysi á sögu og stefnu Samfylkingarinnar.

,,Þótt Kristrúnu hafi verið sigað að hætti hússins til að ófrægja og þannig þagga niður í óþægilegri gagnrýnisrödd innan flokksins, er ekkert í „leiðréttingunni" úr utanríkisráðuneytinu sem hnekkir því sem Stefán Jóhann hefur sagt," segir Páll.

Skrif Páls Magnússonar er hægt að lesa hér.










Tengdar fréttir

Samfylkingin getur ekki stutt ESB-umsókn

Stefán Jóhann Stefánsson, varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir að flokkurinn hafi ekki lokið undirbúningi í samræmi við lýðræðislegar samþykktir og geti því ekki skrifað undir umsókn um aðild að Evrópusambandinu.

Stefna Samfylkingarinnar skýr í Evrópumálum

Forysta Samfylkingarinnar hefur ekki umboð flokksins til að sækja um aðild að Evrópusambandinu, segir Ármann Kr. Ólafsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Varaformaður Samfylkingarinnar segir augljóst að umræddur þingmaður hafi ekki mætt á marga landsfundi Samfylkingarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×