Innlent

2009 verður ár uppgjörsins

Kristnn H. Gunnarsson.
Kristnn H. Gunnarsson.

Árið 2009 gengur senn í garð og telur Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, að það verði ár uppgjörsins. Kristinn segir í pistli á heimasíðu sinni að haustið hafi verið mörgum landsmönnum erfitt og eðlilega hafi reiðin verið mikil.

Eftir reiðinni kemur raunsæið sem sér til þess að málin verða sett í ásættanlegan farveg, að mati Kristins. Alþingi hafi tekið forystu með lögum um rannsókn á atburðarrásinni. ,,En munum að Ísland er réttarríki og það markar leikreglurnar. Réttarríkið er mikilvægara en dómstóll götunnar."

Eigendur gömlu bankanna tóku ákvarðarnir og bera mesta ábyrgð, að mati Kristins. ,,Þeir skuldsettu bankanna, þeir hrærðu í sparnaði fólksins, þeir spiluðu með hlutabréfaverðið."

Fleiri bera ábyrgð og telur Kristinn fyrst upp opinberar eftirlitsstofanir, því næst ríkisstjórnina og að lokum Alþingi sem setur leikreglurnar.

Pistil Kristins er hægt að nálgast hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×