Innlent

Hefur ekki tekið ákvörðun um formannsframboð

Magnús Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrum ráðherra.
Magnús Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrum ráðherra.

,,Ég hef ekki útlokað að gefa kost á mér en ég hef ekki tekið ákvörðun," sagði Magnús Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins, í útvarpsþættinum Vikulokin í aðspurður hvort hann hafi hug á að gefa kost sér til formennsku í Framsóknarflokknum.

Magnús sagði að enn væri nægur tími til stefnu. Landsþing Framsóknarflokksins fer fram um miðjan janúar. ,,Ég er rólegur yfir þessu."

Höskuldur Þórhallsson, þingmaður, Páll Magnússon, bæjarritari Kópavogs, og Jón Vigfús Guðjónsson, sjómaður, hafa gefið kost á sér sem næsti formaður Framsóknarflokksins.

Birkir Jón Jónsson, þingmaður, og Siv Friðleifsdóttir, þingflokksformaður, hafa líst yfir framboði til varaformanns. Sæunn Stefánsdóttir, fyrrverandi þingmaður, gefur kost á sér áfram sem ritari flokksins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×