Innlent

Ríkisstjórnin sýnir ekki vilja til samstarfs

Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, varaforseti ASÍ og formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna.
Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, varaforseti ASÍ og formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna.

Endurskoðun kjarasamninga á almennum markaði er í uppnámi en þeirri vinnu á að vera lokið fyrir 15. febrúar. Forsvarsmenn ASÍ telja að ríkisstjórnin sýni ekki vilja til samstarfs og eru ósáttir við fjárlögin.

Miðstjórn ASÍ ályktaði um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar 17. desember síðastliðinn. Á meðal þess sem miðstjórnin vill er að dregið verði úr niðurskurði vegna elli og örorkulífeyris, að skattkerfið verði nýtt til tekjujöfnunar og að stofnaður verði bjargráðasjóður heimilanna.

Ingibjörg Guðmundsdóttir, varaforseti ASÍ, segir að ríkisstjórnin sýni ekki vilja til samstarfs og það geti haft afleiðingar þegar kemur að endurskoðun kjarasamninga í febrúar.

,,Við erum að sjáflstöðu að bíða eftir því hvort að ríkisstjórnin bregðist við þeim áherslum við höfum lagt fram," segir Ingibjörg. Íslenska myntin er eitt af því sem brennur á forystu ASÍ.

Ingibjörg segir að ríkisstjórnin hafi ekki sýnt vilja til samstarfs. Það hafi verið í orði en ekki verki.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×