Innlent

Alvarlegt umferðarslys - Reykjanesbraut lokuð

Alvarlegt umferðarslys varð á Reykjanesbraut við Kaldárselsveg á sjötta tímanum í dag. Lögreglan telur að tveir bílar hafi lent saman og í framhaldinu hafi annar þeirra farið nokkrar veltur. Ökumaður bifreiðarinnar er talinn alvarlega slasaður.

Reykjanesbraut er lokuð á gatnamótum Ásbrautar og Lækjargötu vegna umferðarslyssins. Reynt verður að koma umferð á eins fljótt og auðið er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×