Erlent

Leita fleiri fórnarlamba Mansons

Charles Manson.
Charles Manson.

Lögregla í Bandaríkjunum hyggst hefja aftur uppgröft á búgarði í Kaliforníu til þess að leita að fleiri líkum fórnarlamba raðmorðingjans Charles Mansons. Lögregla telur að fleiri lík gætu verið grafin á Barker búgarðinum í Death Valley þjóðgarðinum þar sem Manson og gengi hans földu sig eftir að hafa framið fjölda morða

Manson fundinn sekur um morð á sjö manns í Los Angeles árið 1969. Þar á meðal var leikkonan Sharon Tate, eiginkona leikstjórans Romans Polanski. Hún var með barni þegar hún var myrt. Búgarðurinn var rannsakaður í febrúar síðastliðnum án þess að fullnægjandi niðurstöður fengust. Lögreglan ákvað því að grafa að nýju á tilteknum stöðum á búgarðinum.

Manson afplánar nú lífstíðardóm fyrir voðaverk sín. Hann er 73 ára gamall.

BBC greindi frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×