Innlent

Aftur fundað með hjúkrunarfræðingum

Samningamenn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins koma saman til fundar klukkan hálf tíu, eftir sex klukkustunda langan fund í gær.

Náist ekki samkomulag í dag eða á morgun hefst yfirvinnubann hjúkrunarfræðinga á fimmtudag, en 95 prósent félagsmanna samþykktu þá tilhögun, ef samningar næðust ekki.

Skriður mun vera kominn á viðræðurnar en óljóst er hvort samkomulag næst í dag eða á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×