Innlent

Þyrla sótti fótbrotna konu í Esjuhlíðar

Kona fótbrotnaði í hlíðum Esjunnar í gærkvöldi og kallaði samferðafólk hennar eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Þyrlan var þá stödd við æfingar í minni Hvalfjarðar og var hún komin á slysstað nokkrum mínútum eftir að beiðnin barst. Vel gekk að hífa konuna um borð og var konan komin á Borgarspítalann aðeins rúmum hálftíma eftir að hún slasaðist.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×