Innlent

Fjórir ferðamenn sluppu í bílbruna

MYND/Róbert

Fjórir pólskir ferðamenn sluppu nánast ómeiddir þegar bíll þeirra fór út af veginum og eldur kom upp í honum skammt frá Sveinsstöðum í Vatnsdal um hádegisbil.

Daníel Örn Jóhannesson var ásamt fleirum á leið til Akureyrar og ók fram á ferðamennina skömmu eftir slysið. Hann segir að einn ferðmannanna hafi fengið skurð á enni þegar bíllinn fór út af en aðrir hafi sloppið við meiðsl.

Þegar ferðamennirnir voru að taka farangur sinn út úr bílnum blossaði upp eldur í vélarrými hans og varð hann fljótt alelda. „Við hlúðum að slasaða manninum og biðum eftir að slökkvilið og sjúkralið kæmi á vettvang en það var lítið sem hægt var að gera og bíllinn brann til kaldra kola," segir Daníel í samtali við Vísi.

Ferðamennirnir voru fluttir á heilbrigðisstofnun á Blönduós til skoðunar.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×