Innlent

Facebook-hópurinn vinsæll

Paul Ramses
Paul Ramses

Alls hafa 1328 manns skráð sig í hóp til stuðnings Paul Ramses að nafni Útlendingastofnun: Sækið Paul Ramses og virðið mannréttindi fólks! á vinatengslavefnum Facebook. Hópurinn var stofnaður á fimmtudaginn stuttu eftir að Ramses var vísað úr landi og hefur hópurinn því stækkað ört á nokkrum dögum.

Einnig hafa 1857 manns skrifað undir undirskriftarlista þar sem skorað er á yfirvöld að snúa Paul Ramses heim. Ætlunin er að ná 10 þúsund undirskriftum. Dagleg mótmæli hafa einnig verið áformuð í hádeginu fyrir utan dóms-og kirkjumálaráðuneytið en þar hefur verið mótmælt í hádeginu síðustu daga.

Paul Ramses bíður nú átekta á Ítalíu en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur beðið sendifulltrúa Íslands í Róm að hlutast til um mál hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×