Innlent

Meirihlutinn í Grindavík sprunginn

Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkur.
Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkur.

Bæjarstjórnarmeirihluti Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar í Grindavík er sprunginn. Þetta kemur fram á fréttavefnum dv.is. Þar er haft eftir Jónu Kristínu Þorvaldsdóttur, forseta bæjarstjórnar og oddvita Samfylkingarinnar í Grindavík að hún hafi rætt við Sjálfstæðisflokkinn og lýst því yfir að hún vilji slíta samstarfinu.

Í frétt DV segir Jóna Kristín að skort hafi á upplýsingaflæðið og samráð milli flokkana í vegamiklum málum. Fullyrt er að það sé vegna umdeildra lagakaupa við Bláa lónið í upphafi kjörtímabils.

Jóna Kristín og aðrir samfylkingarmenn mun funda með framsóknarmönnm í bæjarstjórn Grindavíkur í kvöld um myndun nýs meirihluta. Hún segir fregna að vænta seint í kvöld eða í fyrrmálið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×