Innlent

Framsóknarmenn misnotuðu þjóðsönginn

Þjóðsöngur Íslendinga var sunginn í breyttri mynd á sambandsþingi Sambands ungra framsóknarmanna á dögunum. Samkvæmt lögum er slíkt bannað og getur varðað sektum eða allt að tveggja ára fangelsi.

Sambandsþing Sambands ungra framsóknarmanna var haldið í júní. Á þinginu var tekið upp myndband sem birt er á vefsíðunni YouTube en einnig er hægt að skoða það á heimasíðunni hjá einum af stjórnarmeðlimum SUF. Þar syngja leikararnir Atli Þór Albertsson og Jóhannes Haukur Jóhannesson þjóðsönginn með breyttum texta sem fjallar meðal annars um sauðkindina og Framsóknarflokkinn.

Samkvæmt lögum er bannað að breyta þjóðsöngnum. Í lögum um þjóðsöng Íslendinga segir: ,, Þjóðsönginn skal ekki flytja eða birta í annarri mynd en hinni upprunalegu gerð". Brot gegn ákvæðum laganna geta varðað sektum eða allt að tveggja ára fangelsi. Í lögunum segir jafnframt að ef ágreiningur rísi um rétta notkun þjóðsöngsins þá sé það forsætisráðherra að skera úr um hann.

 












Fleiri fréttir

Sjá meira


×