Innlent

Rýtingsstunga í bak Sjálfstæðismanna

Sigmar Eðvarðsson, formaður bæjarráðs í Grindavík.
Sigmar Eðvarðsson, formaður bæjarráðs í Grindavík.

Sigmar Eðvarðsson, formaður bæjarráðs Grindavíkurbæjar, segir meirihlutaslit Jónu Krístínar Þorvaldsdóttur, oddvita Samfylkingarinnar, rýtingsstungu í bak Sjálfstæðismanna. Hann fréttir af stjórnarslitunum í fjölmiðlum nú í kvöld

"Mín viðbrögð... Ég er bara hissa," segir Sigmar Eðvarsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og forseti bæjarráðs. Hann segir undarlegt að Jóna Kristín beri fyrir sig samskiptaleysi í meirihlutanum þegar hann fékk fyrst upplýsingar um að meirihlutinn væri sprunginn í fjölmiðlum.

DV.is greindi frá því fyrr í kvöld að meirihlutinn væri sprunginn. Þar ber Jón Kristín fyrir sig deilum um landakaup við bláa lónið þar sem skort hafi upplýsingaflæði og samráð milli flokkanna.

Varðandi það mál segir Sigmar:

"Hver er að kvarta yfir því að skorti upplýsingar? Ég vísa öllum ásökunum um samskiptaerfiðleikum til föðurhúsanna þega maður fréttir fyrst um þetta í fjölmiðlum. Hún hefði getað staðfest þetta fyrst við mig en hún virðist hafa ákveðið að hlaupa með þetta fyrst í blöðin."

Spurður hvort hann upplifi aðgerðir Jónu Kristínar sem rýtingsstungu í bakið segir Sigmar: "Já. Mér finnst þetta mjög klaufalegt hjá henni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×