Lífið

Jólamyndir af ýmsum toga

Stórmyndin Australia er í leikstjórn Baz Luhrmann, sem síðast sendi frá sér söngvamyndina Moulin Rouge!
Stórmyndin Australia er í leikstjórn Baz Luhrmann, sem síðast sendi frá sér söngvamyndina Moulin Rouge!

Jólamyndirnar í ár eiga varla eftir að valda íslenskum kvikmyndaáhugamönnum vonbrigðum. Fjórar myndir, hver annarri ólíkari, verða frumsýndar á annan í jólum, þar sem Nicole Kidman, Jim Carrey, Woody Allen og John Travolta koma öll við sögu.



Hefð hefur verið fyrir því í fjölda ára að frumsýna stórar myndir á annan í jólum og verður engin undantekning frá því í ár. Í þetta sinn verða frumsýndar stórmynd Baz Luhrmann, Australia, nýjasta mynd Jims Carrey, Yes Man, Woody Allen-myndin Vicky Christina Barcelona og svo teiknimyndin Bolt þar sem John Travolta talar fyrir hundinn snjalla.

Áströlsk ástarsaga
yes man Jim Carrey er á kunnuglegum slóðum í gamanmyndinni Yes Man þar sem hann segir já við hreinlega öllu í lífinu.
Russell Crowe og Nicole Kidman leika aðalhlutverkin í Australia sem er hugarfóstur leikstjórans Baz Luhrmann, sem síðast sendi frá sér söngvamyndina vinsælu Moulin Rouge! fyrir sjö árum.

Það tók Luhrmann fjögur ár að gera Australia, sem fjallar um enska yfirstéttarkonu sem verður ástfangin af kúreka. Þetta er epísk stórmynd þar sem bakgrunnurinn er árásir Japana á borgina Darwin í seinni heimsstyrjöldinni en hún var sú eina í Ástralíu sem dróst af einhverri alvöru inn í stríðsátökin. Jákvæður Carrey
Cruz Pénelope Cruz leikur í nýjustu mynd Woodys Allen ásamt Scarlett Johansson og Javier Bardem.
Nærvera Jims Carrey er oftar en ekki ávísun á góða skemmtun. Söguþráður nýjustu myndar hans, Yes Man, lofar góðu því hún fjallar um náunga sem ákveður að fara á sjálfshjálparnámskeið þar sem honum er kennt að segja já við öllu því sem hann er beðinn um. Líf hans breytist skyndilega til hins betra en hann uppgötvar þó fljótt að vilji hans til að taka opnum örmum hverju einasta tækifæri í lífinu gæti verið of mikið af hinu góða.

Myndin er byggð á samnefndri bók rithöfundarins Danny Wallace sem eyddi hálfu ári af lífi sínu í að að segja já við einu og öllu til að gera líf sitt skemmtilegra. Lesbísk ástaratlot
bolt John Travolta talar fyrir hundinn Bolt í glænýrri teiknimynd.
Kvisast hefur út um lesbísk ástaratlot Penélope Cruz og Scarlett Johansson í myndinni Vicky Christina Barcelona og hefur það síður en svo dregið úr áhuganum á þessu nýjasta verki Woodys Allen. Myndin fjallar um tvær vinkonur sem fara í sumarfrí til Spánar og verða ástfangnar af málara nokkrum leiknum af Javier Bardem, sem fékk Óskarinn fyrr á árinu fyrir frábæra frammistöðu í No Country For Old Men. Þær vita aftur á móti ekki að hans fyrrverandi eiginkona á eftir að koma óvænt við sögu og valda miklum usla.

Myndin hefur fengið góða dóma og þykir sanna að Allen hefur engu gleymt þrátt fyrir að vera kominn á áttræðisaldurinn. Ofurhundurinn BoltSjálfur John Travolta talar fyrir hundinn Bolt í samnefndri teiknimynd, sem á vafalítið eftir að njóta vinsælda á meðal ungu kynslóðarinnar. Bolt hefur verið alinn upp á tökustað eins vinsælasta sjónvarpsþáttar Bandaríkjanna. Fyrir vikið telur hann að hann búi yfir yfirnáttúrulegum kröftum og þegar hann er óvart sendur í burtu til New York reynir fyrst á raunverulega hæfileika hans.

Barnastjarnan Miley Cyrus, sem er þekktust úr sjónvarpsþáttunum Hannah Montana, talar fyrir fyrir Penny, vinkonu Bolt. Eitthvað fyrir allaÞað verður sem sagt eitthvað fyrir alla í bíó yfir jólin og vonandi á fólk eftir að gleyma sér rækilega yfir hressilegri Hollywood-afþreyingunni, enda veitir ekki af því.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.