Innlent

Fjögur fíkniefnamál á Akureyri

Fjögur fíkniefnmál komu til kasta lögreglunnar á Akureyri um helgina. Þrjú mál komu upp á föstudagskvöldið og eitt á laugardagskvöldið.

Framkvæmdar voru þrjár húsleitir og hald lagt á nokkra neysluskammta af bæði kannabisefnum, amfetamíni og kókaíni auk tækja og tóla til fíkniefnaneyslu.

Þá voru tveir karlmenn handteknir í vikunni grunaðir um akstur bifreiða undir áhrifum fíkniefna. Á laugardagskvöld stöðvaði lögreglan fíkniefnapartý í húsi á Akureyri. Þar hafði staðið yfir neysla fíkniefna sem leystist upp þegar lögreglan kom á vettvang. Þar var lagt hald á nokkra neysluskammta af fíkniefnum og tæki og tól til neyslu þeirra.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×